Friday, March 2, 2007

Ræpan eykst

Loksins komin helgi. Var farinn að örvænta. Hélt um miðja viku að tíminn stæði í stað. En nú er svo komið að tveir frídagar eru framundan þó svo að ég verði að fara yfir ritanir, ritgerðir og stærðfræðipróf þessa daga. Ætti kannski að vera að gera það núna í staðinn fyrir að skrifa inn á bloggið mitt.

Hef ekki ennþá fengið nein viðbrögð við síðasta bloggi. Vildi fá blammeringar á hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Félagi minn sat á fundi með hússtjórn byggingar hér í bæ. Þeir þurfa að fá eftirlitsmann, tæknimenntaðan til að fylgjast með viðgerðum og breytingum sem þarf að gera á byggingunni. Þeir fást ekki til þess fyrir minni pening en 400.000 kr. Viðkomandi einstaklingar eru svo oft með tvær til þrjár byggingar í einu og láta nægja að líta við endrum og eins til að athuga hvort allt sé í lagi. Ég spyr bara: "ER SVONA BULL Í LAGI?" Þetta þjóðfélag er komið út í tómt rugl þegar laun eru annars vegar. Þetta eru svo kannski einstaklingarnir sem gagnrýna kennaralaunin hvað mest.

2 comments:

Helga'Netta said...

það er þónokkur vöntun á ræpu, nota bene!
We are all for RÆPA here at the Robinace 28!

Helga'Netta said...

hmmmm. í hvert skipti sem ég commenta á bloggið þitt, stoppar allt flæði. Kannski kveiki ég aftur á því þegar ég commenta aftur?? hver veit...........