Saturday, November 4, 2017

Ljúfsárir endurfundir

Þetta er eiginlega dálítið fyndið. Fann þessa bloggsíðu aftur. Það eru mörg ár síðan ég skrifaði síðast inn á þessa síðu. Það las enginn bloggið mitt þá. Geri ekki ráð fyrir að það eigi eftir að breytast mikið.

Ég las yfir gömlu færslurnar. Þær hefjast á pælingum um jólabókaflóðið 2006. Hef líklega ætlað mér að koma með gáfulegt innlegg og spekingslegar pælingar um vinsælustu bækurnar. Þó svo að textinn sé ekki lélegur þá er innihaldið rýrt.

Þessar færslur hafa verið skrifaðar um það leyti sem Þóra var að ljúka síðustu ferðunum austur fyrir Bechtel. Ég er einnig að klára jólafrí og lesa eina af bókum hans Brian Green um gerð alheimsins.

En ég hef einnig verið gríðarlega neikvæður gagnvart kennslunni, þjóðfélaginu og sjálfum mér á þessum tíma. Það er hálf sorglegt að átta sig á hversu mikið hefur í raun breyst frá þessum tíma og hvert þessi neikvæðni hefur leitt mig. Neikvæðnin er því miður enn fylgifiskur. Verð samt sífellt meðvitaðri.

Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.

Ekki reyna að vera eitthvað annað en þú ert.

HÆTTU AÐ REYNA!

No comments: