Thursday, March 1, 2007

Eitthvað er fólk að heimta...

Var skyndilega minntur á að ég héldi úti bloggsíðu. Hef ekkert skrifað í einhverjar vikur. Ætla ekki að afsaka það enda hef ég ekkert mér til afsökunar.

Það er nokkuð ljóst að sú stétt sem ég tilheyri er í mikilli vörn þessa dagana. Alltaf erum við sökuð um að vera ekki að vinna vinnuna okkar. Og alltaf erum við sívælandi út af launum sem við eigum hvort eð er ekki skilið að fá vegna þess að við erum aldrei í vinnunni heldur sífellt í fríi. Búin að kenna klukkan eitt á daginn og yfirleitt að slæpast það sem eftir er dagsins heima hjá okkur.

Þetta er náttúrlega allt dagsatt og því ætla ég ekki að reyna rökstyðja eða afsaka neitt annað. Aftur á móti ætla ég að velta upp nokkrum spurningum sem við getum notað á móti í þessari umræðu.

Ef um ræðir smiði: "Hva, eru smiðir ekki alltaf að vinna svart og svíkja undan skatti?"
Læknar: "Hvernig er þetta með lyfjafyrirtækin. Fórstu á síðustu kynningu? Hvað færð þú mikið í þinn hlut?"
Einkarekin fyrirtæki: "Hva, er bíllinn skráður á fyrirtækið?"

O.s.frv.

Endilega sendið mér línu ef þið viljið bæta einhverju við.

1 comment:

Helga'Netta said...

við tónlistarmennirnir fáum oft "geturðu ekki bara spilað frítt, þér finnst þetta nú svo gaman, er það ekki??"