Tuesday, January 16, 2007

Rembist eins og rjúpan

Hvaðan kemur þetta orðatiltæki. Reynir rjúpan að sitja á staur í miklu roki eða hefur þetta einhverja aðra merkingu? Alltaf skemmtilegt að velta þessum hlutum fyrir sér, sérstaklega þegar maður nennir ekki að fletta þeim upp.

Nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast. Ákvað því að henda inn nokkrum setningum. Stefni að því að setja inn fleiri þegar líður á daginn. Lauk við bókina "The fabric of the cosmos - Time, Space and the Texture of Reality" í gærkvöldi. Ótrúlega góð en var orðinn svolítið þreyttur á henni í lokin. Þriggja mánaða ferli að lesa svona bækur. Tók því upp fyrri bók höfundar "Elegant universe". Fjallar nánast um sama efni nema hann hefur leikinn á aðal hugðarefni sínu strengjakenningunni. Sendi ykkur pistla við og við.

Veðrið alltaf yndislegt!?! Skafrenningurinn ætti þó að vera búinn, allt búið að fjúka sem getur fokið. Nú mætti hitastigið fara upp um nokkrar gráður svo hægt sé að þjappa snjóinn á skíðasvæðunum. Þekki einn sem myndi fagna því mikið.

1 comment:

Helga'Netta said...

Lax á bretti í brekku...?!? Hm hljómar girnilega eða?