Friday, January 12, 2007

The manic blogger

Það er ekkert auðvelt að halda úti bloggsíðu og láta sér detta eitthvað skemmtilegt í hug á hverjum degi. Eitthvað vandamál er með þjónustuaðilann minn því það náðist ekki samband við hann í fyrradag þegar ég skrifaði þvílíkan pistil um sjónvarpsdagskrána. Las hann svo yfir seinna og komst að því að hann var hundleiðinlegur. Ákvað því að setja hann ekki á síðuna.

Nú snjóar og snjóar. Ekki það besta fyrir okkur hlauparana. Færðin þung, hver kílómetri þyngri en birgðar heimsins en ánægjan er yfirleitt mikil þegar komið er heim. Því erfiðara sem hlaupið verður því meira er lagt inn á reikninginn í þjálfunarbankanum.

Þóra kemur heim í dag eftir þriggja daga útlegð. Hélt hún væri laus við Bechtel hraðlestina. Kom svo í ljós að allt fór í hönk um leið og hún var farin. Hún var búin að vera í burtu í hálfan mánuð þegar neyðarástand myndaðist í þjálfunarmálum. Spurning hvort verður flogið ef færðin er svona slæm. Ef það er álíka snjókoma fyrir austan og hér, þá er spurning með Fagradalinn. Hún verður EKKI ánægð ef hún kemst ekki heim. Það er fátt leiðinlegra en að verða veðurteptur fyrir austun. Austurlandið er ágætis pleis og allt það á góðum degi en hrikalegt þegar þú villt ekki vera þar.

Best ég taki einn stuttan 10 km sprett í ævintýraborginni Reykjavík. Geri það áður en Þóra kemur. Tek svo á móti henni sveittur og sætur þegar hún lendir. Gott plan fyrir daginn. Spurning hvort ég villist?

No comments: