Tuesday, January 9, 2007

Er okkur alveg sama

Það er allur vindur úr íslensku samfélagi. Við látum allt yfir okkur ganga. Við erum fámenn þjóð sem heldur þingkosningar á fjögurra ára fresti. Fagurgalinn er mikill rétt fyrir þingkosningar en um leið og úrslit liggja fyrir slitna öll tengsl þingmanna við samfélagið og þeir hefjast handa við að bjarga eigin hagsmunum og troða pyngjuna, nokk sama okkur sem þurfum að lifa þeirra gjörðir frá degi til dags. Að vísu eltu margir Ómar Ragnarsson niður Laugarveginn þegar hann fylgdi sannfæringu sinni og létu vita að þeir væru sammála. Ég held samt að allir hafi vitað að þær aðgerðir voru allt of seint á ferðinni. Það var ekki nokkur leið að snúa við þeim framkvæmdum sem þegar voru risnar, of miklir peningar í húfi.

Nú krefst ég þess að ráðamenn þjóðarinnar geri eitthvað. Við borgum 60% meira fyrir matvöru á Íslandi heldur en í Evrópu. Nú dugir enginn fagurgali og þvoglumæltar fegurðaraðgerðir. Gerið eitthvað í málinu, þetta er alveg óþolandi. Og við hin sem höfum lítil sem engin völd, við verðum að gera eitthvað í málinu og nú er ég opinn fyrir hugmyndum.

1 comment:

Númi Arnarson said...

Nei, það er ekki góð hugmynd að hætta að borða mat.